föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norskur sjávarútvegur: Fleiri milljónum bætt í krísupakkann

10. júní 2009 kl. 12:00

styrkurinn kominn yfir 10 milljarða ísl. króna

Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka enn við þá fjárhagsaðstoð sem hún hefur veitt sjávarútveginum þar í landi til þess að liðka fyrir flutningi á fiski og markaðssetningu á sjávarafurðum á krepputímum. Hagstæð gengisþróun fyrir sjávarútveg á Íslandi og í Rússlandi eru meðal þeirra skýringa sem stjórnvöld gefa fyrir því hve illa hefur gengið að selja norskan þorsk. 

Í endurskoðuðum fjárlögum norska ríkisins sem fljótlega sjá dagsins ljós er gert ráð fyrir jafnvirði 380 milljóna íslenskra króna sem viðbótarframlagi til þessa verkefnis og hefur þá samtals liðlega 10 milljörðum króna verið varið í þessu skyni.

,,Það er slæmt að sjá að fiskimennirnir geta ekki losnað við fisk sinn og fyrirtækin eru að sligast undan miklum saltfiskbirgðum. Stórir kvótar og hagkvæm gengisþróun í Íslandi og Rússlandi hafa átt sinn þátt í erfiðleikum okkar í þorsksölu,” segir Vidar Ulriksen ráðuneytisstjóri á sjávarútvegsvefnum IntraFish.