fimmtudagur, 20. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðurströnd á Dalvík: Veltan hefur þrefaldast á fáum árum

8. apríl 2009 kl. 10:33

Mikill uppgangur hefur verið hjá Norðurströnd ehf. en félagið rekur fiskvinnslu á Dalvík og Blönduósi. Velta þess hefur þrefaldast á fáum árum. Í ár er áætlað að félagið velti um 1,5 milljörðum króna, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Nýverið keypti Norðurströnd ehf. húsnæði þar sem áður var fiskvinnsla Krækis á Dalvík. Starfsemi Norðurstrandar verður að hluta flutt í nýju húsakynnin en þau bjóða líka upp á frekari umsvif í framtíðinni, að sögn Guðmundar St. Jónssonar framkvæmdastjóra.

Sjá nánar viðtal við framkvæmdastjóra Norðurstrandar í Fiskifréttum.