laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný reglugerð um veiðar í atvinnuskyni komin út

27. júlí 2008 kl. 13:12

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fyrir fiskveiðiárið 2008-2009.

Leyfilegur heildarafli í óslægðum botnfiski breytist ekki, utan tíuþúsund þorskígildislesta frádráttar sem kemmur til sem aflaheimildir sem ráðstafað verður til eflingar sjávarbyggða með úthlutun byggðakvóta, aflaheimildir til stuðnings skel- og rækjubátum sem orðið hafa fyrir verulegri skerðingu aflaheimilda og loks aflaheimildir til línuívilnunar.

Í 2. grein reglugerðarinnar má sjá hve miklum aflaheimildum var úthlutað til einstakra fisktegunda. Reglugerðina má nálgast hér.