fimmtudagur, 20. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný skip fyrir 140-180 milljarða króna

30. desember 2013 kl. 08:00

Tölvumynd af einum nýju togaranna sem smíðaðir hafa verið fyrir Norðmenn.

Nýsmíðahrinan í norskum sjávarútvegi heldur áfram af fullum krafti.

Ekkert lát er á smíði nýrra skipa fyrir norskan sjávarútveg. Í ár og í fyrra hefur fjöldi nýsmíðaðra skipa verið afgreiddur frá skipasmíðastöðvum og á næstu tveimur árum er ráðgert að smíða 28 skip til viðbótar.

Um er að ræða 16 fiskiskip, 4 fóðurbátar og 6 brunnbátar fyrir fiskeldi og tvö hafrannsóknaskip. Heildarverð þessara skipa er á bilinu 7-9 milljarðar norskra króna, jafnvirði 140-180 milljarða íslenskra króna, að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren.

Sumar útgerðirnar hafa ekki viljað gefa upp smíðaverð skipa sinna en blaðið giskar á að minnstu rækjuskipin sem nú eru í smíðum kosti um 600 milljónir íslenskra króna og stærstu togararnir um 5,2 milljarða íslenskra króna.