föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýi styrktarsjóður ESB fær misjafnar undirtektir

6. desember 2011 kl. 14:00

Spánskt skip.

Styrkir 2009 námu helmingi af aflaverðmæti ESB-flotans

Áform um nýjan styrktarsjóð í sjávarútvegi innan ESB fær misjafnar undirtektir. Í grein á vef The New York Times þar sem sagt er frá málinu er rifjað upp að styrkveitingar ESB hafi ekki verið velheppnaðar í gegnum tíðina.

Fram kemur í greininni að stór hluti fiskveiða væri óarðbær ef styrkjanna nyti ekki við. Vitnað er í álitsgerð samtakanna Oceana þar sem segir að á árinu 2009 hafi ESB-flotinn fengið 3,3 milljarða evra (um 530 milljarðar ISK) í styrki, aðallega olíustyrki, og sé það andvirði um 50% af heildaraflaverðmæti. Um 13 ESB-ríki fengu meira að segja hærri styrki en námu aflaverðmæti á árinu. Annað dæmi er tekið þar sem ESB varði um 33,5 milljónum evra (5,3 milljörðum ISK) til að nútímavæða túnfiskflotann á árunum 2000 til 2008. Stærsti hluti styrkjanna fór til að endurnýja stór og afkastamikil skip á sama tíma og túnfiskstofninn er í mikilli hættu.