sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýja-Sjáland: Þar ríkir sátt um kvótakerfið

18. september 2009 kl. 12:01

,,Á Nýja-Sjálandi er litið á kvótakerfið sem vel heppnað aðferð til þess að stjórna fiskveiðum þjóðarinnar. Það ríkir sátt um kerfið,” segir Stan Crothers fyrrum starfsmaður nýsjálenska sjávarútvegsráðuneytisins í viðtali við Fiskifréttir.

Þótt Nýsjálendingar séu stór fiskveiðiþjóð nú á dögum er Nýja-Sjáland sögulega séð og enn í dag fyrst og fremst landbúnaðarland. Af þeirri ástæðu hefur stjórn fiskveiða aldrei verið jafnmikið deiluefni þar í landi og á Íslandi.

Stan Crothers segir að á Nýja-Sjálandi sé fyrst og fremst litið á kvótakerfið sem stjórntæki við fiskveiðar en ekki sem lið í byggðaþróun eða annarri félagslegri stýringu. Stjórnvöld hafi frá upphafi ákveðið að halda þessu algjörlega aðskildu.

Kvótakerfi Nýsjálendinga er að flestu leyti líkt íslenska kvótakerfinu. Átta sjávarútvegsfyrirtæki framleiða 80% af öllum sjávarafurðum í landinu. Um 90% afurðanna eru fluttar út.

Nánar er fjallað um sjávarútveg og fiskveiðistjórnun á Nýja-Sjálandi í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.