þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýjasti nojarinn – MYNDIR

29. júní 2015 kl. 13:00

Nýja Kvannöy.

Nýsmíðuðu uppsjávarskipi, Kvannöy, gefið nafn.

Nýju fullkomnu uppsjávarskipi, Kvannöy, var gefið nafn við hátíðlega athöfn í Bodö í Noregi um helgina. Skipið er 78 metra langt, smíðað í Karstensens skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku. 

Eldra skip með sama nafni hefur verið selt til Færeyja. Nýja skipið er minna en það eldra og er skýringin sú að hið síðarnefnda er vinnsluskip en nýsmíðin ekki. 

Eins og gefur að skilja er skipið útbúið öllum fullkomnustu tækjum og aðstaða áhafnar til fyrirmyndar, auk þess sem leitast hefur verið við að gera skipið eins sparneytið á olíu og unnt er. 

Sjón er sögu ríkari. SJÁ MYNDIR HÉR.