laugardagur, 28. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýjustu Fiskifréttir

6. júní 2008 kl. 12:03

Í nýjustu Fiskifréttum er m.a. fjallað um veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar og viðbrögð hagsmunaaðila við henni, alþjóðlega dragnótaráðstefnu í Keflavík og óvissu um heildarveiði grásleppu í Norður-Atlantshafi. Af öðru efni má m.a. nefna:

> BP Skip ehf. eignast meirihluta í útgerð og vinnslu í Marokkó

> 14 punda lax fékkst á línuna hjá beitningarvélabátnum Kristínu GK í Skerjadýpinu

> ,,Karlinn í brúnni” að þessu sinni er Guðmundur Jónsson skipstjóri á Venusi HF sem segir úthafskarfaveiðarnar fram að þessu hinar slökustu sem hann hafi upplifað.

> ,,Draumórar um strandflutninga”. Guðmundur Smári Guðmundsson gagnrýnir í skoðunargrein hugmyndir um ríkisstyrktar strandsiglingar í stað landflutninga.

> Silfurstjarnan í Öxarfirði kannar möguleika á því að auka eldi flatfiska.

> Samanburður á afla báta vertíðarbáta árið 1958 og sömu báta á síðustu vertíð sem enn eru í rekstri.