mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr heimsmeistari í gelluskurði

19. febrúar 2013 kl. 14:36

Frá heimsmeistarakeppninni í gelluskurði. Myndin er af þeim sem lenti í þriðja sæti. (Mynd: Vefur NRK)

Skar 34 gellur á tveimur mínútum í árlegu heimsmeistaramóti í Vesterålen í Noregi

 

Norðmenn halda árlega keppni í gellurskurði í Vesterålen. Þótt hér sé um innansveitarmót að ræða er keppnin þó kynnt sem heimsmeistaramót í greininni.

Eftir að hafa skorið 34 gellur á tveimur mínútum gat hinn 14 ára Sindri Bekken frá bænum Øksnes fagnað sigri sem heimsmeistari í gelluskurði árið 2013, að því er fram kemur á vef norska sjónvarpsins.

Keppnin, sem fram fór nýlega, er liður í árlegri hátíð í Vesterålen sem haldin er þegar þorskveiðivertíðin stendur sem hæst. Þátttakendur voru um tuttugu, allt börn og unglingar.

Aðstandendur keppninnar eru hæstánægðir með árangur keppenda. Þeir segja að keppnin hafi verið jöfn og hörð allt til loka. „34 gellur á tveimur mínútum er ótvírætt heimsmet,“ fullyrða þeir.