sunnudagur, 20. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr Trefjabátur til Noregs

28. janúar 2016 kl. 08:00

Tranöy.

Kaupandinn er Bjarni Sigurðsson útgerðarmaður í Tromsö

Bátasmiðjan Trefjar í  Hafnarfirði afhenti Bjarna Sigurðssyni útgerðarmanni og skipstjóra í Tromsö nýjan 11 metra smábát á dögunum og var hann væntanlegur til heimahafnar í dag 

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Tranøy og mælist hann 18 brúttótonn.  Tranøy er af nýrri gerð Cleopatra 36B sem er sérhönnuð inn í veiðikerfi báta undir 11 metra.  Báturinn er byggður á sömu hönnun og Indriði Kristins sem Trefjar afgreiddu nýverið til Tálknafjarðar. 

Aðalvélin er af gerðinni Scania, 550 hö, siglingatækin eru af gerðinni JRC og Simrad. Báturinn er með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu hans.  Báturinn er útbúinn til línuveiða með beitningavélarkerfi og línuspili frá Mustad. Annar búnaður til línuveiða er frá Stálorku ehf.  Blóðgunarkerfi er frá 3X Technology og sjókælir frá Kælingu ehf. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 12 stk. 660L, 4stk. 460L kör eða 29 stk 460L kör í lest. Í bátnum er upphituð stakkageymsla með aðstöðu fyrir 4 skipverja.  Sæti fyrir áhöfn í brú. Svefnpláss er fyrir fjóra í tveimur aðskildum klefum.

Í nýjustu Fiskifréttum er rætt er við Bjarna Sigurðsson um heimsiglinguna og útgerðina í Noregi.