laugardagur, 18. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt lágmarksverð á bræðslufiski í Noregi

29. maí 2012 kl. 09:59

Síld

Tæpar 26 krónur íslenskar á kíló af kolmunna í júní og um 50 krónur fyrir norsk-íslenska síld

Norska síldarsölusamlagið hefur gefið út ný lágmarksverð fyrir hráefni sem landað er til mjöl- og lýsisvinnslu í Noregi.

Þar kemur fram að lágmarksverð sem greitt er fyrir kolmunna hafi verið 1,30 krónur á kíló í janúar. Verðið fór lækkandi og var komið niður í 1,13 krónu í apríl (24,47 ISK) en hækkaði í 1,20 krónur (25,87 ISK) í maí. Svipað verð verður í júní. Verðið fer eftir það hækkandi og nær hámarki í desember og verður þá 1,42 krónur.

Í janúar voru greiddar að lágmarki rétt um 1,80 krónur á kíló (38,80 ISK) fyrir norsk-íslenska síld sem landað var í mjöl- og lýsisvinnslu. Í maí var verðið komið í 1,87 krónur og í júní fer það í 2,30 krónur (49,58 ISK). Hæst fer verðið í 2,39 krónur í september. Þessi verðlagning er háð fitu og þurrefnisinnihaldi.