þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni

15. febrúar 2016 kl. 13:43

Þari sóttur í Grundarfjörð (Mynd: Vefur AVS)

Frumvarpsdrög atvinnuvegaráðuneytisins um þang og þara til umsagnar.

Á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa verið sett upp drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs vegna þangs og þara.

Frumvarpsdrögin fara nú í opið samráðsferli með birtingu á vef ráðuneytisins þar sem öllum gefst kostur að kynna sér efni þeirra og beina athugasemdum sínum og ábendingum til ráðuneytisins, en vinnuhópur fulltrúa ráðuneytisins, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar hefur unnið að undirbúningi frumvarpsins.

Að því loknu verður farið yfir allar athugasemdir og þær hafðar til hliðsjónar við undirbúning endanlegs frumvarps, sem fyrirhugað er að mælt verði fyrir á yfirstandandi löggjafarþingi. Þá liggja einnig fyrir til kynningar drög að reglugerð um sama málefni. 

Veittur er frestur til að gera athugasemdir við drögin til og með 29. febrúar nk. 

Sjá nánar á vef ráðuneytisins.