fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ófrýnilegur í undirdjúpum

10. ágúst 2015 kl. 10:27

Fiskar á miklu dýpi eru oft heldur ófríðir.

Áður óþekkt fisktegund fannst í Mexíkóflóa.

Alltaf eru að finnast nýjar fisktegundir sem ekki var vitað um áður, ekki síst á djúpsævi. Sá fiskur sem meðfylgjandi mynd er af fannst í leiðangri vísindamanna í norðanverðum Mexíkóflóa nýlega. Hann er heldur ófrýnilegur á að líta eins og oft er raunin um fiska sem lifa á miklu dýpi. 

Þrír fiskar af þessari tegund fundust á 1000-1500 metra dýpi. Þar nýtur sólarljóssins ekki við og fiskurinn sjálfur framleiðir ljós sem lýsir af stönginni sem gengur upp af hausnum á honum. Með því dregur hann að bráð sína. 

Fiskar með eins konar veiðistöng ofan á hausnum kallast á ensku angler fish eða stangarveiðifiskar. Skötuselurinn okkar er með áþekkan útbúnað eins og margir vita, þótt ekki sé verkfærið eins tilkomumikið og á þessum fiski.