sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ofviða mörgum ágætlega reknum smábátaútgerðum

10. apríl 2012 kl. 09:21

Smábátar

Stjórn LS gagnrýnir fiskveiðifrumvörp ríkisstjórnarinnar harðlega

Frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnun og veiðigjöld fá harða útreið í ályktun stjórnar Landssambands smábátaeigenda (LS).

Í ályktuninni segir m.a.:

,,Hvað sem hverjum kann að þykja um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar og hvað sem eftiráspekingar gerast djúpvitrir í bölsýnisþvaðri, er með öllu óboðlegt, hvort það er sjávarútvegur eða annar atvinnuvegur, að þurfa að búa við þau ósköp að fyrirkomulag sem miklu hefur verið kostað til að aðlagast og samhæfa, sé hreinlega kastað eins og spilastokk í loft upp með þeirri fullyrðingu að spilin raðist mun skipulegar við lendingu en þau voru í hendi.

Sá þáttur sem mesta athygli hefur hlotið er eðlilega sú hrikalega hækkun á auðlindagjaldi sem boðuð er, ásamt aðferðafræðinni við útreikningana. Þó vissulega beri að fagna þeirri viðurkenningu sem fram kemur í frumvarpinu á lágmarkstilkostnaði, liggur jafn ljóst fyrir að margar ágætlega reknar smábátaútgerðir dagsins í dag munu ekki standa undir þessum klyfjum. Þessi fullyrðing er ekki sett fram á þeirri forsendu að búmenn kunni að barma sér.
Hún er sett fram vegna þess að hún er bláköld staðreynd sem hægt er að sýna fram á með sáraeinföldum dæmum.

Sjá ályktunina í heild á vef LS