mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óhætt að leyfa 200 þúsund tonn

16. júní 2011 kl. 11:18

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.

Framkvæmdastjóri LÍÚ styður aflareglu en vill hækka veiðihlutfallið.

,,Það er ánægjulegt að viðmiðunarstofn þorsksins sé kominn fast að einni milljón tonna og að hrygningarstofninn mælist 360 þúsund tonn. Samkvæmt núgildandi aflareglu er þetta ávísun upp á 177 þúsund tonn. Um það er ekki deilt. Ég er fylgjandi því að notuð sé aflaregla við nýtingu þorskstofnsins en tel að hækka megi veiðihlutfallið. Ég er persónulega þeirra skoðunar að engin áhætta væri tekin þótt leyft yrði að veiða 200 þúsund tonn.”

Þetta sagði Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ þegar Fiskifréttir inntu hann álits á veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir komandi fiskveiðiár.

 ,,Við hjá LÍÚ fórum þess á leit að aflareglan yrði endurskoðuð með það fyrir augum að kanna hvort óhætt væri að hækka veiðihlutfallið. Ég bendi á að staða stofnsins núna er miklu sterkari en hún var talin vera þegar núgildandi aflaregla var sett. Við teljum mikilvægt að hafa aflareglu en það er ekki þar með sagt að eitthvert fast veiðihlutfall sé heilagur sannleikur. Ef ráðist yrði í það að breyta aflareglunni þyrfti að bera það undir viðeigandi vísindastofnanir svo trúverðugleiki okkar gagnvart umheiminum skaðist ekki,” segir Friðrik.

 Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.