laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þór sjósettur

29. apríl 2009 kl. 23:20

fullkomnasta varðskip sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi segir Landhelgisgæslan

Nýtt fjölnota varðskip Landhelgisgæslunnar var í dag sjósett við hátíðlega athöfn í ASMAR skipasmíðastöð sjóhersins í Chile og um leið gefið nafnið Þór.

Þetta kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar (LHG).

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti hátíðarræðu við athöfnina en hann var viðstaddur hana ásamt Þórunni J. Hafstein skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Við athöfnina fluttu einnig erindi Cristian Gantes aðmíráll hjá Chileanska flotanum og Andres Fonzo aðmíráll og framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvarinnar.

Á vef LHG kemur fram að hið nýja fjölnota varðskip sem afhent verður á fyrri hluta næsta árs er bylting í eftirlits- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar en það er fullkomnasta varðskip sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi.

„Mun það gjörbreyta möguleikum í björgun og aðstoð við skip á hinu víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafnt innan sem utan efnahagslögsögunnar,“ segir á vef LHG.

Sjá nánar á vef LHG.