þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óvíst um framhald kolmunnaveiða

4. júní 2015 kl. 16:00

Birtingur NK í síðasta kolmunnatúrnum. (Mynd: Hákon Ernuson)

Mjög hefur hægst á veiðunum síðustu sólarhringa.

Kolmunnaskipin hafa verið að tínast til hafnar fyrir sjómannadag. Síðasta skip til að landa í Neskaupstað fyrir sjómannadagshelgina er Margrét EA sem væntanleg er til hafnar í kvöld með 550 tonn. Beitir NK er að landa 1500 tonnum á Seyðisfirði og er það lokalöndun fyrir helgina.

 Gert er ráð fyrir að fiskimjölsverksmiðjan í Neskaupstað ljúki vinnslu á föstudagskvöld og verksmiðjan á Seyðisfirði á laugardagsmorgun.

 Eftir helgina verða ákvarðanir teknar um framhald kolmunnaveiðanna en mjög hefur hægst á veiðunum síðustu sólarhringa eins og gjarnan gerist á þessum árstíma, segir á vef Síldarvinnslunnar.