mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Pangasius er hástökkvari á vinsældalistanum

25. september 2012 kl. 11:15

pangasius

Rækja er í fyrsta sæti á lista yfir vinsælustu sjávarafurðir í Bandaríkjunum en þorskur í því níunda

Neysla á eldisfiskinum pangasius jókst verulega í Bandaríkjunum á árinu 2011 og er hann „hástökkvarinn“ á lista yfir 10 vinsælustu sjávarafurðirnar, að því er fram kemur á Seafood Source. Þorskur er í níunda sæti á listanum.

Vinsældir sjávarafurða eru metnar eftir því hve mikið hver Bandaríkjamaður borðar að meðaltali af hverri tegund. Rækjur eru sem fyrr í efsta sæti á listanum en þar á eftir koma niðursoðinn túnfiskur, lax, alaskaufsi, tilapia, pangasius, krabbar, þorskur og skeljar.

Pangasius fór hratt upp listann. Árið 2010 borðaði hver Bandaríkjamaður 101 gramm af pangasius að meðaltali en árið 2011 jókst neyslan á þessum fiski í 286 grömm. Einnig jókst neysla á rækju, þorski og alaskaufsa milli ára. Í heild jókst neysla á hvítfiski.