sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Primex fær Nýsköpunarverðlaun Íslands 2012

18. apríl 2012 kl. 15:02

Kítin framleitt hjá Primex

Kítosan framleiðsla á Siglufirði sem felur í sér fullnýtingu hráefnis, líftækni og nýsköpun

Fyrirtækið Primex hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2012 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun. Rúnar Marteinsson framleiðslustjóri og Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir, markaðsstjóri Primex veittu verðlaununum viðtöku ásamt hluta af starfsmönnum fyrirtækisins. Á Nýsköpunarþingi var stjórnun nýsköpunar gerð að umfjöllunarefni og voru fjórir aðilar úr atvinnulífinu fengnir til að segja frá reynslu sinni og verkefnum á þessu sviði. Tæplega 300 manns sóttu þingið, sem haldið var á Grand hótel Reykjavík.

Fyrirtækið Primex, sem staðsett er á Siglufirði, framleiðir kítin og kítósan úr rækjuskel en kítosan er verðmætt og eftirsótt efni, sér í lagi á erlendum mörkuðum. Frá því fyrirtækið hóf framleiðslu árið 1999 hefur það náð góðri markaðsstöðu í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu auk þess sem fyrirtækið hóf nýlega sölu inn á markað í Rússlandi. Hágæða kítosan hefur mjög eftirsótta eiginleika til framleiðslu á fæðubótarefnum, lausasölulyfjum, sárameðferðarefnum og snyrtivörum auk þess að vera notað í vínframleiðslu og nú í auknum mæli í matvæli.

Í matvælaframleiðslu er efnið notað sem náttúrulegar trefjar og til að lengja geymsluþol matvælaog hefur þessi nýi notkunarmöguleiki opnað fyrirtækinu fleiri tækifæri. Primex vinnur eftir ISO 22000 staðli sem tryggir öryggi í framleiðslu á matvælum og kemur staðallinn til með að styrkja stöðu fyrirtækisins ámatvæla- og drykkjarmarkaði Auk þess er framleiðsla fyrirtækisins vottuð sem nátturuleg frá vottunarstofunni Tún.

Sjá nánar á www.rammi.is