föstudagur, 17. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Prýðisgóð byrjun á úthafskarfanum

7. maí 2010 kl. 12:00

Úthafskarfaveiðar íslenskra togara á Reykjaneshrygg hófust í þessari viku og lofar byrjunin góðu. Kristinn Gestsson skipstjóri á Þerney RE tjáði Fiskifréttum að afli skipanna hefði verið 2-3 tonn á togtímann sem væri hæfilegt magn til vinnslu um borð. Tvö önnur íslensk skip voru komin á miðin um miðja vikuna, Venus HF sem HB Grandi gerir einnig út og Arnar HU í eigu FISK Seafood.

Auk íslensku skipanna eru um tuttugu erlend skip á karfamiðum að veiða úr torfu sem heldur sig á og í námunda við 200 mílna lögsögumörkin. Flekkurinn teygir sig inn fyrir línuna þannig að Íslendingarnir geta athafnað sig einir og ótruflaðir inni í eigin lögsögu sem auðvitað er óskastaða, að sögn Kristins.

Nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.