laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráðherra skoði ástæður verðlækkunar

1. ágúst 2017 kl. 16:56

Nóg er af þorski og hann stór - en hann gefur ekki mikið þessa dagana. Mynd/ÁJ

Smábátasjómenn hafa þungar áhyggjur af verðlækkun á þorski, og fleiri tegundum.

Á fundi stjórnar Landssambands smábátaeigenda (LS) nýlega komu fram þungar áhyggjur af mikilli verðlækkun á þorski, sem og lækkun á verði margra annarra fisktegunda.

Vegna alvarleika málsins var ákveðið að óska eftir að ráðherra kæmi að málinu með skipan nefndar.

Í ályktun LS segir að ljóst sé „að engin ein ástæða er völd af þessum hremmingum. Sterk króna, afleiðingar verkfalls, þröng staða fyrir aukaafurðir og lokun Rússlandsmarkaðar eru þar helst nefndar sem orsakavaldar.“

Stjórn LS hvetur sjávarútvegsráðherra til að skipa nefnd sem verði falið að kortleggja þá stöðu sem upp er komin og greina þær ógnir sem steðja að sölu sjávarafurða, segir í frétt á heimasíðu sambandsins.