laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ræðararnir væntanlegir til Hafnar í kvöld

27. maí 2014 kl. 16:08

Auður í Færeyjum. (Mynd af vefnum jn.fo)

Lögðu af stað frá Færeyjum í fyrradag.

Báturinn Auður, sem mannaður er fimm íslenskum ræðurum, er væntanlegur til Hafnar í Hornafirði í kvöld eða nótt, að því er fram kemur á færeyska vefnum jn.fo. Mennirnir lögðu af stað í fyrradag, sunnudag, og er ferðin sögð hafa gengið vel. 

Ræðararnir, þeir Svanur Wilcox, Kjartan Jakob Hauksson, Eyþór Eðvarðsson, Einar Örn Sigurdórsson og Hálfdán Freyr Örnólfsson, hófu róðurinn frá Noregi í fyrrasumar og lögðu þá leið sína til Orkneyja og Færeyja. Ætlunin var þá að halda þaðan áfram til Íslands en vegna þess hve langt var liðið á árið og að skemmdir höfðu orðið á bátnum var ákveðið að fresta ferðinni þar til í ár, segir á vegnum aktuelt.fo.  Einnig áformuðu kapparnir að róa bæði til Grænlands og Kanada, segir þar.