þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rækjuveiði að glæðast

21. júní 2011 kl. 11:15

Múlaberg SI (Mynd af vef Ramma hf.)

Góðum afla hefur verið landað á Siglufirði síðustu daga

Múlaberg SI 22, Siglunes SI 70 og Sigurborg SH 12 hafa öll verið að koma með góðan rækjuafla til Siglufjarðar síðustu daga.

Múlaberg landaði 44 tonnum af rækju og 20 tonnum af bolfiski á sunnudag, Siglunes um 20 tonnum af rækju í gær og nú er verið að landa 50 tonnum úr Sigurborgu.

Öll rækjan er unnin í rækjuvinnslu Ramma á Siglufirði.

Þetta kemur fram á  vef Ramma hf.