laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rauðátuveiðar við Noregsstrendur

16. apríl 2009 kl. 13:42

Fyrirtækið Calanus AS í Tromsö í Norður-Noregi hefur hafið tilraunaveiðar á rauðátu og hefur fengið úthlutað 1.000 tonna tilraunakvóta á ári á tímabilinu 2008-2012.

Vaxandi áhugi er á því í Noregi að nýta rauðátu og tengist það aukinni fóðurþörf fiskeldisfyrirtækja þar í landi. Einnig hefur verið bent á að hugsanlega mætti nota afurðir úr rauðátu í fæðubótavörur, snyrtivörur og lyf.

Nánar er fjallað um tilraunir Norðmanna og bollaleggingar um veiðar á átutegundum við Ísland í síðustu tveimur blöðum Fiskifrétta sem fylgja Viðskiptablaðinu.