laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rauðvín á borðum í hvert mál

30. maí 2014 kl. 15:24

Geir Stefánsson stýrimaður, hér í brúnni á Barða NK. (Mynd: Þorgeir Baldursson)

Íslenskur sjómaður segir frá veru sinni á skipum frá A-Rússlandi og S-Afríku.

Geir Stefánsson stýrimaður á Barða NK segir frá ævintýralegum sjómannsferli, þar á meðal veru sinni á skipum frá Petropavlovsk á Kamtsjatka og tannfiskveiðiskipi frá Suður-Afríku, í sjómannadagsblaði Fiskifrétta. 

Þar kemur m.a. fram að það er sinn siður í landi hverju þegar kemur að meðferð áfengis um borð í fiskiskipum. Geir var á tannfiskveiðum í Suðurhöfum á frönsku línuskipi og var lífið um borð með frönsku sniði. „Rauðvín var á borðum í öll mál nema morgunmat og gátu menn drukkið það að vild. Ég sá hins vegar aldrei vín á nokkrum manni og svo virtist sem allir umgengjust veigarnar af varfærni,“ segir Geir. 

Á rússnesku verksmiðjuskipi sem hann starfaði á þótti ekkert tiltökumál að vodka væri drukkið um borð og það stundum í allmiklum mæli. „Drykkjan átti sér stað á frívöktum og þegar hlé varð á hefðbundinni vinnu, en yfirleitt bitnaði drykkjuskapurinn ekki á þeim störfum sem menn áttu að sinna um borð.“ 

Sjá nánar viðtalið við Geir í sjómannadagsblaði Fiskifrétta.