laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reglur um strandveiðar nánast óbreyttar

22. apríl 2014 kl. 11:54

Á strandveiðum. Mynd/Óðinn Magnason

Veiðarnar mega hefjast 5. maí og er heildaraflinn 8.600 tonn sem fyrr.

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um strandveiðar 2014. Reglugerðin er nánast óbreytt frá síðasta ári að því er fram kemur á vef LS. Svæða- og aflaskipting, róðradagar 4 dagar í viku - mánudagur - fimmtudag að undanskildum 1. maí, uppstigningardegi, öðrum í hvítasunnu, 17. júní og frídegi verslunarmanna.

 

Breyting frá síðasta ári eru tvær:

 

• Ekki þarf lengur að tilkynna í upphafi sjóferðar löndunarstað. 

Þá getur, í samræmi við breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem gerðar voru sl sumar, enginn eigenda lögaðila sem á bát með strandveiðileyfi átt aðild nema að einu strandveiðileyfi.

Heildarafli á strandveiðum er 8.600 tonn sem fyrr. 

Reglugerðina um strandveiðar má sjá HÉR