miðvikudagur, 12. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Réttleysi fjölmargra byggða algjört

16. apríl 2014 kl. 14:55

Hannes Sigurðsson útgerðarmaður í Þorlákshöfn. (Mynd: ESE)

Hagsmunir þeirra hafa verið fyrir borð bornir, segir Hannes Sigurðsson í Þorlákshöfn.

,,Það eru tvær hliðar á kvótakerfinu, önnur góð og hin slæm,“ segir Hannes Sigurðsson útgerðarmaður og fiskverkandi í Þorlákshöfn í viðtali í páskablaði Fiskifrétta.

„Við getum þakkað kerfinu það að við förum betur með fiskinn og eins er hægt að stýra aflanum betur eftir árstíma og markaðsaðstæðum hverju sinni. Helsti gallinn við kvótakerfið er hin svakalega og ósanngjarna byggðaröskun sem kerfið hefur leitt til. Það eru fjölmörg byggðalög í stórhættu og menn virðast vilja gleyma því að byggðir vítt og breytt um landið urðu til í kringum útgerðina frá sömu stöðum. Réttleysi fjölmargra byggðalaga er algjört og hagsmunir þeirra hafa verið fyrir borð bornir.“

Og Hannes bætir við: „Eftir að hafa hugsað þessi mál hef ég komist að því að það verður aldrei friður um sjávarútveginn nema hluti kvótans renni beint til byggðanna. Það er grundvöllurinn fyrir því að hægt sé að halda lífi í hinum dreifðu byggðum landsins.“

Sjá ítarlegt viðtal við Hannes um útgerðarsögu hans og sjónarmið í páskablaði Fiskifrétta.