þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reynir við sæbjúgu fyrir austan land

16. október 2009 kl. 12:00

Sæfari ÁR frá Þorlákshöfn hefur verið á sæbjúgnaveiðum við Austfirði að undanförnu, en hingað til hefur þessi veiðiskapur að mestu einskorðast við aðra landshluta. Báturinn reyndi fyrst fyrir sér í tilraunaskyni í ágústmánuði fyrir austan land og þá kom í ljós að ekki hægt að ganga að sæbjúgum alls staðar.

Nú er báturinn kominn aftur á veiðar og hefur að mestu haldið sig úti af Vöðlavík norðan Reyðarfjarðar.

Nánar er fjallað um veiðarnar í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.