miðvikudagur, 20. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Risasmokkur gerir innrás

7. febrúar 2010 kl. 20:22

Risasmokkfiskur, oft nefndur Humboldt smokkur, hefur í þúsundatali gengið upp að strönd Kaliforníu í Bandaríkunum að undanförnu. Smokkurinn er talinn veruleg ógn við sjávarútveg á þessum slóðum því hann leggst á nytjastofna eins og sardínu, ansjósu, lýsing og fleiri tegundir.

Heimamenn óttast að hækkun sjávarhita af völdum El Nino veðurfyrirbærisins í Kyrrahafi geti leitt til umfangsmikillar innrásar þessa kvikindis með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.