sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrjár hrefnur veiddust í Faxaflóa í gær

4. júní 2009 kl. 10:34

Þrjár hrefnur veiddust í Faxaflóanum í gær og er þá búið að veiða samtals sjö dýr í sumar. Skipverjar á Jóhönnu ÁR voru við veiðar mjög utarlega í Faxaflóanum í gær og drógu síðasta dýrið um borð um kvöldmatarleytið.

Áætlað er að hefja vinnslu á kjötinu strax á morgun, en landað verður í Kópavogi um hádegisbilið á dag. Veiðar hafa gengið vonum framar fyrstu dagana í sumar og nýr bátur komið mjög vel út, segir á vef Félags hrefnuveiðimanna.