mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sæbjúgu góð til gjafa

14. september 2012 kl. 08:00

Sæbjúgu eru herramannsmatur.

Hentugar ,,mútur“ fyrir opinbera starfsmenn.

Um þessar mundir er góður sölutími fyrir sæbjúgu í Kína ef marka má mikla auglýsingaherferð sem gengur yfir Yantao-hérað þar í landi. Salan gengur vel en þar sem þurrkuð sæbjúgu er dýr eru þau aðallega keypt til gjafa. 

Sæbjúgu sem keypt eru til gjafa eru einkum ætluð opinberum starfsmönnum sem almennir borgarar eiga erindi við vegna umsókna  um leyfi að ýmsu tagi. Sæbjúgun hafa tekið við af hrísgrjónavíni sem viðsæl gjöf til að liðka fyrir  samningum og  leyfisveitingum.  

Frá þessu er skýrt á vefnum seafoodsource.com