fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sænskur þorskur úr Eystrasalti fær MSC vottun

16. júní 2011 kl. 16:17

Þorskar.

Stofninn var að hruni kominn fyrir nokkrum árum en stenst nú vottunarkröfur.

Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir nokkrum árum töldu vísindamenn að þorskur í austanverðu Eystrasalti væri að hruni kominn og þrýstu á um auknar friðunaraðgerðir. Nú hefur stofninn náð sér það vel að veiðar Svía úr honum hafa fengið MSC vottun fyrir sjálfbærni og góða stjórnun.

Afli sænskra skipa úr þessum stofni nam 8.900 tonnum árið 2009. Alls koma  55 togskip, 5-6 línubátar og 3 gildrubátar að þessum veiðum. Þær standa yfir tíu mánuði á ári en veiðar eru bannaðar í júlí og ágúst. Veiðarnar fara fram austan við Borgunarhólm og er aflanum landað í Karlskrona og Simrishamn. Fiskurinn er ýmist seldur ferskur til neytenda eða frystur til útflutnings.