föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Saka Íslendinga um að falsa makríltölur

7. september 2012 kl. 11:38

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

LÍÚ mótmælir ásökunum samtaka norskra útgerðarmanna.

 

Auðunn Maråk framkvæmdastjóri samtaka norskra útgerðarmanna (Fiskebåt) telur ástæðu til að draga í efa opinberar tölur um að Íslendingar hafi veitt álíka mikið af makríl það sem af er þessu ári og í fyrra en bara 60% af síldaraflanum. 

Hann segir í samtali við Fiskeribladet/Fiskaren að þetta komi illa heim og saman við ummæli íslenskra skipstjóra og heimildarmanna sem samtökin hafi á Íslandi.  Maråk er með þessu að ýja að því að Íslendingar falsi löndunartölur fyrir makríl til þess að standa betur að vígi í samningaviðræðum um skiptingu makrílstofnsins. Þeir landi með öðrum orðum síld sem makríl.

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ vísar þessum ásökunum á bug og bendir á í samtali við norska blaðið að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Maråk komi fram með þessar ásakanir. Það hafi hann gert ár eftir ár og honum hafi ávallt verið boðið að koma til Íslands og skoða málið af eigin raun. Það boð hafi ekki verið þegið. Friðrik leggur áherslu á að íslenskir eftirlitsaðilar fylgist náið með lönduðum íslenskra skipa á sama hátt og norsk yfirvöld fylgist með löndunum skipa í Noregi. 

Um ástæðu þess að meira sé óveitt af síldarkvótanum í ár en í fyrra segir hann að íslenskir útgerðarmenn lagt áherslu á að veiða allan makrílkvótann fyrst áður en lokið væri við veiðar á síldarkvótanum.