miðvikudagur, 1. apríl 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sala makrílafurða gengur mjög vel

2. september 2011 kl. 13:23

Makríll unninn hjá Sildarvinnslunni

Nálægt 90% makrílsins hafa verið fryst í landi eða á sjó

,,Sala makrílafurða fór frekar hægt af stað en svo jókst eftirspurnin og í heild hefur salan gengið mjög vel. Framleiðendur hafa kappkostað að vanda til verka þegar makríllinn hefur verið hvað viðkvæmastur vegna átu og gætt vel að kælingu og annarri meðhöndlun hráefnisins. Það mun koma okkur til góða í framtíðinni,” segir Friðleifur Friðleifsson sölustjóri frystra afurða hjá Iceland Seafood í samtali við Fiskifréttir.

50% makrílaflans hefur farið í landvinnslu og 39%% verið sjófryst. Um 6% er afskurður úr vinnslunni sem fer til bræðslu og loks hefur 5% aflans farið í mjölvinnslu eða í aðra verkun.

Sjá nánari umfjöllun í Fiskifréttum.