þriðjudagur, 2. júní 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samdráttur í eftirspurn allra tegunda

20. mars 2020 kl. 10:22

Kristján Þór Júlíusson. MYND/HAG

Sjávarútvegsráðherra ræddi áhrif COVID-19 á ríkisstjórnarfundi

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að eftirspurn eftir ferskum fiski í Evrópu sé orðin því sem næst engin. Áhrifin væru þó víðtækari og ekki bundin við ferskar afurðir því íslensk sjávarútvegsfyrirtæki finni nú fyrir samdrætti í eftirspurn allra tegunda inn á sína sterkustu markaði.

Á ríkisstjórnarfundi í morgun gerði hann grein fyrir áhrifum COVID-19 bæði á landbúnað og sjávarútveg. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að eindregin samstaða sé um að lágmarka efnahagslega neikvæð áhrif veirunnar bæði til skemmri og lengri tíma. Ráðuneytið muni áfram fylgjast náið með þróun mála og grípa til nauðsynlegra aðgerða eftir því sem tilefni verður til.