mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samdráttur í sjávarútvegi í Bretlandi

14. nóvember 2012 kl. 12:19

Fiskibátur við Skotland.

Störfum fækkar bæði til sjós og lands

 

Fjöldi sjómanna í Skotlandi fór niður fyrir 5 þúsund manns á árinu 2011 í fyrsta sinn í sögunni. Þetta endurspeglar samdrátt í lönduðum afla og rekstrarerfiðleika vegna bágs efnahagsástand, að því er fram kemur á vefnum SeafoodSource.

Vonir hafa verið bundnar við að störfum fjölgi í fiskvinnslu og fiskeldi í Bretlandi. Nýleg rannsókn á sjávarútvegi í Bretlandi sýnir þvert á móti að fiskverkendum hefur fækkað frá árinu 2010. Fiskvinnsla í Bretlandi hefur þjappast saman á tveimur svæðum, Grampian í norðausturhluta Skotlands og Humbersvæðinu í norðausturhluta Englands. Rannsóknin leiddi í ljós að frá 2010 hafi fjöldi fiskvinnslustöðva, bæði í hvítfiski, uppsjávarfiski og öðrum tegundum, fækkað um 15%, farið úr 384 stöðvum í 325. Heilsársstörfum í fiskvinnslu hefur fækkað úr 14.331 í 11.864, eða um 17%. Fiskiðnaðurinn má muna sinn fífil fegurri því árið 2004 voru 573 fiskvinnslur starfandi og hjá þeim unnu 18.180 manns.