laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samdráttur í útflutningi á skoskum laxi

25. janúar 2016 kl. 10:50

Skoskur lax

Rakið að hluta til innflutningsbanns Rússa á matvæli

Útflutningur á eldislaxi frá Skotlandi dróst saman um 100 milljónir punda á síðasta ári (18,6 milljarða ISK), að því er fram kemur í frétt á vefnum FishUpdate.

Sala á skoskum laxi sló öll fyrri met árið 2014 en þá nam útflutningsverðmæti hans um 500 milljónum punda (rúmum 93 milljörðum ISK) en á síðasta ári dróst salan saman um fimmtung. Helstu markaðir eins og Bandaríkin, Kanada og Austurlönd fjær keyptu þriðjungi minna miðað við fyrra ár.

Samdrátturinn er að hluta til rakinn til innflutningsbanns Rússa á matvæli. Það hafi leitt til þess að offramboð hafi myndast af laxi á heimsmarkaði.

Í fréttinni kemur einnig fram að skoskur lax hafi ekki haldið hlutdeild sinni á heimsmarkaði. Árið 2002 var framleiðsla svipuð í tonnum talið og á síðasta árin. Hins vegar hafi Norðmenn aukið sinn hlut ár frá ári. Árið 2002 var skoskur lax um 12% af heimsmarkaði en hann var kominn niður í 7% árið 2015.