mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Segist hafa skilning á ákvörðun Færeyinga

1. apríl 2014 kl. 14:48

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra

Íslendingar og Færeyingar ganga frá árlegu tvíhliða samkomulagi um fiskveiðar

Sigurður Ingi Jóhansson sjávarútvegsráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi skilning á þeirri ákvörðun Færeyinga að ganga inn í þríhliða samkomulag um makrílveiðar á Norður-Atlantshafi, þar sem Íslendingar voru skildir eftir, að því er segir á vef RÚV.

Þetta kom fram eftir fund Sigurðar við Jakob Vestergaard, starfsbróður hans, í Færeyjum í morgun, þar sem gengið var frá árlegu tvíhliða samkomulagi um skiptingu kvóta í ýmsum stofnum. Sigurður segir að það sé vissulega þungi í íslenskum stjórnvöldum vegna málsins, en viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gagnvart Færeyingum hafi hins vegar sett þá í erfiða stöðu í makrílviðræðunum, segir ennfremur á vef RÚV.