sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sex bátar valdir í netarallið

2. apríl 2008 kl. 18:01

Sjávarútvegsráðuneytið hefur heimilað sex bátum netaveiðar í rannsóknaskyni undir umsjón Hafrannsóknastofnunarinnar á tímabilinu 2. apríl - 30. apríl.

Starfsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar verða um borð í bátum sem valdir hafa verið til verkefnisins og aflinn reiknast til rannsóknaafla stofnunarinnar.

Bátarnir sem urðu fyrir valinu eru Arnar SH 157, Saxhamar SH 50, Friðrik Sigurðsson ÁR 17, Glófaxi VE 300, Hvanney SF 51 og Þorleifur EA 88.