föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sex sóttu um stöðu forstjóra Hafró

2. febrúar 2016 kl. 17:06

Bjarni Sæmundsson, annað rannsóknaskipa Hafrannsóknastofnunar, með Hörpuna í baksýn.

Skipað verður í embættið frá og með 1. apríl n.k.

Alls bárust sex umsóknir um stöðu forstjóra Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna en umsóknarfrestur rann út 31. janúar. Skipuð hefur verið þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Skipað verður í embættið til fimm ára frá og með 1. apríl 2016. 

Þeir sem sóttu um starfið eru:

Guðni Magnús Eiríksson, Sigurður Guðjónsson, Soffía B. Guðmundsdóttir, Þorleifur Ágústsson, Þorsteinn Sigurðsson og Þór Heiðar Ásgeirsson 

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, er ný stofnun sem verður til við sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar og mun hún taka til starfa þann 1. júlí 2016. 

Frá þessu er skýrt á vef atvinnuvegaráðuneytisins.