laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sexföldun í sæbjúgum

6. maí 2016 kl. 11:26

Margir bátar stunduðu veiðar á sæbjúgum í apríl

Alls hafa átta bátar verið á sæbjúgnaveiðum fyrir austan og vestan land og hafa veiðarnar gengið vel í aprílmánuði. Í mánuðinum veiddust um 660 tonn sem er mikil aukning frá sama mánuði í fyrra þegar veiðin var ekki nema 104 tonn.

Aflahæstur þessara báta er Sæfari ÁR sem var kominn með nálægt 180 tonn. Sigurður Ólafsson, skipstjóri á Sæfara, segir í samtali við Fiskifréttir að veiðarnar hafi gengið ágætlega enda hafi verið sótt fast.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.