þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Á síðustu metrunum

16. mars 2012 kl. 14:50

Álsey VE, eitt af skipum Ísfélagsins. (Mynd: Guðm. St. Valdimarsson).

Hópur loðnuskipa á miðunum í Faxaflóa og vestur af Snæfellsnesi.

,,Það er frekar rólegt yfir þessu í augnablikinu. Það er verið að reyna að slíta eitthvað upp,“  sagði Ólafur Einarsson skipstjóri á Álsey VE þegar Fiskifréttir slógu á þráðinn til hans um klukkan hálf þrjú í dag en skipið var þá inni á miðjum Faxaflóa.

,,Við fengum óhrygnda loðnu  í gær en nú er þetta meira karlsíli með kerlingu í bland. Aflinn er frekar rýr. Það vantar allan kraft í veiðarnar. Við erum greinilega á síðustu metrunum á endasprettinum,“ sagði Ólafur.

Allstór hópur loðnuskipa er á höttunum eftir loðnu þessa stundina,  bæði  í Faxaflóa og grunnt vestur af  Snæfellsnesi.