þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurbjörg ÓF heldur til makrílveiða

28. júní 2011 kl. 11:27

Sigurbjörg ÓF (Mynd: Sigurgeir Sigurðsson)

Tæplega 35 þús. tonna makrílkvóta ráðstafað til frystiskipa.

Nú fara fleiri að blanda sér í slaginn í makrílveiðunum við landið.  Þannig er frystitogarinn Sigurbjörn ÓF að leggja úr höfn í dag til makrílveiða, að því er fram kemur á vef Ramma hf.

Af 155 þúsund tonna makrílkvóta Íslendinga á þessu ári hefur tæplega 35 þúsund tonnum verið ráðstafað til frystitogara og annarra vinnsluskipa sem ekki falla undir uppsjávarveiðiflotann sem er með veiðireynslu í makríl frá árunum 2007-2009.