mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síhungraðar fisktegundir sækja hratt norðar í höf

23. september 2015 kl. 10:51

Óttast breytingar á vistkerfinu

Síhungraðar fisktegundir gætu smám saman breytt vistkerfinu í Norðurhöfum, að því er Hafrannsóknastofnunin í Noregi telur.

 

Stofnunin segir að fjöldi „hitakærra“ fisktegunda sæki hratt til norðurs og um sé að ræða gráðuga ránfiska. Hún segir að þetta geti haft umtalsverðar afleiðingar á samsetningu vistkerfisins á þessum slóðum.

 

Hafrannsóknastofnunin í Noregi er með reglulegt eftirlit með fiskstofnum og umhverfisbreytingum í Norðurhöfum, þar á meðal í Barentshafi.

Nýja rannsóknin var gerð af UiT Norwegian Arctic háskólanum í Tromsø í samstarfi við Hafrannsóknastofninina og sjávarrannsóknarstofnunina PINRO í Múrmansk í Rússlandi. Niðurstöðurnar voru birtar í  tímaritinu Proceedings of the Royal Society.

Hitastig sjávar í Barentshafi hefur hækkað um 1,5 gráðu í Barentshafi frá því á níunda áratug síðustu aldar. Nánar er greint frá þessu á vef UiT háskólans, www. en.uit.no.