sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldarhólfið við Noreg opnað á ný

3. nóvember 2008 kl. 10:13

Búið er að opna aftur síldarveiðihólfið, þar sem íslensku skipin Hákon EA, Vilhelm EA og Guðmundur VE voru tekin fyrir að hafa veitt fyrir skömmu, að því er fram kemur á vef LÍÚ.

Vakin er sérstök athygli á því sem fram kemur í fréttatilkynningu um opnunina, að þó að hólfið sé opið til 31. desember þá geti norska fiskistofan (Fiskeridirektoratet) lokað svæðinu að hluta eða öllu leyti ef undirmálssíld fer yfir 20% einstökum holum eða köstum.

Sjá norsku tilkynninguna HÉR.