þriðjudagur, 21. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldarkvóti Færeyinga verður 40.000 tonn í ár

12. júní 2014 kl. 10:11

Síld

Aukningin verður að koma frá ESB, segja norskir útvegsmenn

Ekki hefur ennþá verið upplýst formlega hvaða veiðiheimildir felast í samkomulagi Færeyinga og Evrópusambandsins um kvóta Færeyja í norsk-íslenskri síld, en samkvæmt fréttum færeyskra fjölmiðla er þar sæst á að færeyski kvótinn verði 9,56% af heildinni eða 40.000 tonn í ár.

Hinn sögulegi hlutur Færeyinga var 5,16% en eftir að þeir sögðu sig frá því samkomulagi settu þeir sér einhliða 17% hlut. 

Norskum útvegsmönnum er ekki skemmt vegna þessa samkomulags. „Þar sem ESB hefur samþykkt aukinn hlut Færeyinga í norska vorgotssíldarstofninum verður sambandið sjálft að borga reikninginn. ESB ætti að hafa lært að það getur ekki samið fyrir hönd annarra en sjálfs sín,“ segir Audun Maråk framkvæmdastjóri samtaka norskra útvegsmanna á vef samtakanna.