þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldveiðar í nót hafnar í Breiðafirði

14. október 2013 kl. 12:42

Síldveiðar utan við Stykkishólm (Mynd: Áhöfnin á Hoffelli SU).

Ásgrímur Halldórsson SF frá Hornafirði reið á vaðið.

Fyrsti farmurinn af íslensku sumargotssíldinni, á þessari vertíð, er nú á leið til Hornafjarðar. Skip Skinneyjar Þinganess eru þau einu sem byrjuð eru síldveiðar, að því er fram kom í hádegisfréttum RÚV.

Ásgrímur Halldórsson SH er væntanlegur til Hornafjarðar á miðnætti með tæp 700 tonn af síld sem þeir fengu á Breiðafirði. Ásgrímur var eina skipið þar við síldveiðar. Jóna Eðvalds lagði svo af stað til veiða frá Hornafirði í morgun. Þessi tvö skip Skinneyjar Þinganess eru þau fyrstu til að hefja veiðar úr íslensku sumargotssíldinni á þessari vertíð. 

„Við erum vel kvótasettir í íslensku síldinni og úthlutunin var meiri heldur en síðstu ár og við ákváðum að fara af stað. Eins er svolítið síðan við kláruðum norsk íslensku síldina og makrílinn, þannig að það var ekkert annað en að byrja og ég reikna með að vertíðin hjá okkur geti staðið fram undir jól", sagði Ásgeir Gunnarsson, útgerðarstjóri fyrirtækisins, í samtali við RÚV.