miðvikudagur, 23. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sjávarútvegsráðstefnunni 2020 frestað

2. september 2020 kl. 16:35

Sjávarútvegsráðstefnunni hefur verð frestað tímabundið - hún verður haldin í febrúar nk. ef aðstæður leyfa. Annars í nóvermber 2021.

Sjávarútvegsráðstefnan 2020, sem halda átti í Hörpu, dagana 19.-20. nóvember, hefur verið frestað fram á næsta ár.

Í frétt frá ráðstefnuhöldurum segir að í ljósi aðstæðna og takmarkana á samkomuhaldi vegna útbreiðslu Covid-19 hafi stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar tekið þessa ákvörðun.

Eins segir að skoðaður verður sá möguleika að halda ráðstefnuna strax dagana 18. – 19. febrúar 2021. Fylgst verður með framvindu Covid-19 og ákvörðun muni liggja fyrir í síðasta lagi í desember. Ef það gengur ekki eftir þá verður ráðstefnan haldin 11. – 12. nóvember 2021.