þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sjómenn eystra styðja ákvörðun LÍÚ

6. júní 2012 kl. 14:29

Loðnuskip (Mynd: Ingi Ragnarsson)

Sjómenn hjá Síldarvinnslunni og Eskju senda frá sér ályktanir.

 

Áhafnir fjögurra skipa Síldarvinnslunnar (Bjarts NK, Barða NK, Beitis NK og Barkar NK) annars vegar og skipa Eskju (Jóns Kjartanssonar SU, Aðalsteins Jónssonar SU og Hafdísar SU) hins vegar hafa lýst yfir fullum stuðningi við ákvörðun LÍÚ um að binda flotann við bryggju í viku. 

Í yfirlýsingu frá áhöfnum fyrrgreindra skipa mótmæla þær einnig harðlega kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar, segja þau vega alvarlega að kjörum sjómanna og setji kjarasamninga þeirra í uppnám.  Áhafnirnar skora á ríkisstjórn Íslands að setjast niður með hagsmunaðilum og semja um lausn sem allir geti orðið sáttir við. 

Í yfirlýsingu áhafna Eskjuskipanna segir m.a.: ,,Við munum aldrei sætta okkur við að í nafni ,,félagslegs réttlætis“ verði störf okkar gerð að engu og kjör okkar rýrð – einungis til að færa einhverjum öðrum. Er það ,,félagslegt réttlæti“ og nýliðun að hafa af okkur atvinnu og gefa þeim sem sumir hverjir hafa selt sig út úr kerfinu allt að þrisvar sinnum en veiða nú frítt í boði ríkisstjórnar hinna vinnandi stétta?“