laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skinney-Þinganes kaupir nýjan vinnslubúnað

14. desember 2013 kl. 11:13

Samningurinn handsalaður. Ingólfur Árnason framkv.stj, Skagans (t.v.) og Aðalsteinn Ingólfsson framkv.stj. Skinneyjar-Þinganess.

Stærsti samningur Skagans hf. um sölu hátæknibúnaðar til íslensks sjávarútvegsfyrirtækis.

Skaginn hf. á Akranesi hefur undirritað samning við útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganes hf. á Höfn í Hornafirði um sölu á nýjum vinnslubúnaði fyrir uppsjávar- og bolfisk. Þetta er jafnframt stærsti einstaki samningur sem gerður hefur verið við íslenskt sjávarútvegs-fyrirtæki um sölu á hátæknibúnaði til fiskvinnslu. Stefnt er að því að búnaðurinn verði tilbúinn til vinnslu þann 1. júní næstkomandi.

Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess hf. segir að undanfarin ár hafi fyrirtækið endurnýjað flotann og með nýjum vinnslubúnaði frá Skaganum hf. verði gæði afurðanna enn meiri. Þá muni framleiðni fyrirtækisins aukast verulega við þessa uppbyggingu og reikna megi með að afköst í frystingu uppsjávarafla aukist upp í um 600 tonn á sólarhring. Samhliða þessari fjárfestingu verður húsnæði endurbætt sem og vinnslubúnaður fyrir bolfisksvinnslu.